Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Ljóð

Svefninn

Vestur við deildarhring sjónar sest,
sólin brátt til viðar.
Á himininn ljúfur roði legst,
ljós sólar víkur til hliðar.

Uppi á himni máninn mettur,
mænir yfir vora jörð,
bláklæddur drengur í bólið settur,
biður fyrir nætur vörð.

Guðinn ósk hans verður við,
vakir yfir öllum,
engla hefur sér við hlið,
á himnanna háu pöllum.

Er í austri upp sækir sól,
og senn byrjar að skína,
bláklæddur drengur fer brátt á ról,
í bæn þakkar gæslu sína.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/