Myndskreyttar smásögur, örsögur og ljóð eftir Börk Sigurbjörnsson.

Sögurnar flokkast flestar undir raunsæisstefnu en bera þó margar vott af fantasíu, þar sem kynntar eru til sögunnar einkennilegar sögupersónur, áhugaverð atvik eða skondin samtöl. Ljóðasafnið inniheldur ferskeytlur, limrur og atómljóð.

Sögurnar og ljóðin má að miklu leyti lesa á netinu en fást einnig sem rafbækur og kiljur í helstu vefverslunum.

Auk íslensku þá eru margar sögurnar einnig til á ensku og spænsku.

Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Katmandú og Kaiserslautern

Hvernig það myndir þú bregðast við því að vera boðin einstök ferð aðra leiðina út að ytri mörkum sólkerfisins?

Myndskreyting Yana Volkovich

Nágrannarnir

Sögumaður fær vinkonu sína í heimsókn í nýju íbúðina sína og kemst að því að nágrannar hans eru ekki þeir sem hann hafði gert sér í hugarlund.

Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Um breytingar

Limra um löngunina til þess að breyta heiminum.

Ljóðmyndir

Ljóðmyndir er ljóða- og litabók með örsögum inn á milli. Bókin var gefin út í takmörkuðu upplagi fyrir jólin 2016 og gefin vinum og vandamönnum.