Urban Volcano er útgefandi skáldverka Barkar Sigurbjörnssonar og inniheldur myndskreyttar smásögur, örsögur og ljóð. Verkin má lesa á netinu en fást einning sem rafbækur og kiljur.

Sögurnar flokkast flestar undir raunsæisstefnu en bera þó margar vott af fantasíu, þar sem kynntar eru til sögunnar einkennilegar sögupersónur, áhugaverð atvik eða skondin samtöl. Ljóðasafnið inniheldur ferskeytlur, limrur og atómljóð.

Auk íslensku þá eru margar sögurnar einnig til á ensku og spænsku.

Myndskreyting Yana Volkovich

Julia

Á pöbbarölti með vinum sínum hittir Vilhelm Júlíu, dularfulla konu frá Austurríki sem síðar á það til að birtast of hverfa í sífellu.

Ljóðmyndir

Ljóðmyndir er ljóða- og litabók með örsögum inn á milli. Bókin var gefin út í takmörkuðu upplagi fyrir jólin 2016 og gefin vinum og vandamönnum.