Myndskreyttar smásögur, örsögur og ljóð eftir Börk Sigurbjörnsson.

Sögurnar flokkast flestar undir raunsæisstefnu en bera þó margar vott af fantasíu, þar sem kynntar eru til sögunnar einkennilegar sögupersónur, áhugaverð atvik eða skondin samtöl. Ljóðasafnið inniheldur ferskeytlur, limrur og atómljóð.

Sögurnar og ljóðin má að miklu leyti lesa á netinu en fást einnig sem rafbækur og kiljur í helstu vefverslunum.

Auk íslensku þá eru margar sögurnar einnig til á ensku og spænsku.

Blóðbað - Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson.

Blóðbað

Par ræðir saman um gæði sturtunnar í orlofshúsinu þeirra og komast að áhugaverðri niðurstöðu.

Ljósmynd Börkur Sigurbjörnsson

Atvinnuviðtalið

Jarðfræðingurinn Jürgen fer í atvinnuviðtal hjá þekktustu jarðvísindastofnun Þýskalands og þarf að takast á við óvæntar spurningar.

Ljósmynd Börkur Sigurbjörnsson

Svefninn

Ferskeytla um ungan dreng sem sefur vært.

999 Erlendis

Safn smásagna sem flestar eiga rætur sínar í raunveruleikanum og segja sögu Íslendings í útlöndum.