Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

52 augnablik er örsagnasafn eftir Börk Sigurbjörnsson. Bókin inniheldur örsögur sem lýsa augnabliki í hinu daglega lífi, svipta oft hulunni af sérkennilegum sögupersónum eða áleitnum atvikum.

Safnið er afrakstur árslangs verkefnis þar sem höfundurinn birti myndskreyttar örsögur í hverri viku allt árið 2017. Hver örsaga kom út á íslensku, ensku og spænsku.

„Þetta var annasamt ár og einkenndist á köflum af streitu undir álaginu af því að þurfa að töfra fram sögu í hverri viku, ásamt tveimur þýðingum og myndskreytingu. Öll þessi vinna var viðbót við heilan vinnudag. Það skiptust á skin og skúrir. Sumar vikurnar voru rólegar þar sem ég hafði örsögur tilbúnar til birtingar fjórar til fimm vikur fram í tímann. Hins vegar voru einnig helgar þar sem ég rembdist eins og rjúpan við staurinn við að láta mér detta í hug sögu fyrir komandi viku. Verkefnið tók mig svo sannarlega út fyrir þægindarammann en var samt sem áður stórskemmtileg reynsla.“

Kiljur og rafbækur

52 augnablik — Kápuhönnun Ana Piñeyro
Kápuhönnun Ana Piñeyro

Örsagnasafnið 52 augnablik fæst sem kilja hjá Amazon og Barnes and Noble.

Rafbók fyrir Kindle lesbretti fæst hjá Amazon Kindle og rafbækur fyrir önnur lesbretti, spjaldtölvur og snjallsíma fást hjá Apple Books og Kobo.

Rafbækur má einnig fá að láni í gegnum Rafbókasafnið eða lesa í appinu eða lesbrettinu hjá Storytel.

Nánari upplýsingar um örsagnasafnið má finna á Goodreads.

Efnisyfirlit

Örsögur bókarinnar má einnig lesa á vefnum.

Góðan daginn // Jasmína // Sjónarhorn // Blinda // Naglanag // Get a life! // Frelsi // Gangandi á móti straumi // Orkuskipti // Tilgangsleysi // Köningsegg // Öldur // 20F // Kollakink // Bréfið // Sýndarveruleikafirring // Mótmæli // Andvaka // Tímavélin // Blóðhefnd // Leynibókin // Hvað hugsa ég þegar ég hugsa um lífið? // Að sitja á strák sínum // Hákarlar // Ytri mörk sólkerfisins // Þægileg þögn // Katmandú og Kaiserslautern // Nautabanabani // Rissan // Hvernig hefurðu það? // Úrhelli // Konungur óskast // Kuldahrollur // Sagan // Eltandi draum // Jarteikn // Friðarsafn // Skuldadagar // Leikhlé // Skilningarvit // Norbert Peterson Turninn // Eitthvað er ekki eins og það á að vera // Vinavoði // Ofurmenni // Líkaminn sem hrópaði // Lestarsaga // Steinarnir // Rakarinn // Hundahvíslarinn // Götusóparinn // Sjálfsævisaga // Hugsað fram á veginn

Ritdómar

Bókin hefur ekki hlotið neina dóma ennþá.

Smelltu hér til að bæta við ritdómi á Goodreads