Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Dennis leit á úrið sitt í þrítugasta sinn á fimm mínútum. Nú var loksins kominn tími á fundinn með fjárfestunum. Á hverri stundu myndu þau kalla hann inn á skrifstofur sínar. Dennis leit í kringum sig á biðstofunni til að athuga hvort það bólaði á gestgjöfum hans. Sá eini sem hann sá var starfsmaðurinn í móttökunni sem var djúpt sokkinn í tölvuskjáinn fyrir framan hann.

Naglanag — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Dennis nagaði nöglina á vísifingri hægri handar. Hann renndi þumalfingri yfir nöglina til að þurrka upp mögulegar leifar af munnvatni. Hann fann fyrir lausri skinntætlu sem angraði hann. Hann beit hana af og fann járnbragð á vörunum. Hann þrýsti löngutöng á vísifingur til þess að reyna að stoppa blæðinguna. Án árangurs. Sárið var of stórt.

„Dennis Newman!“ sagði móttökustarfsmaðurinn handan biðstofunnar. „Þau eru tilbúin að taka á móti þér.“

Örsagan Naglanag er hluti af örgsagnasafninu 52 augnablik.