Vinnufélagar ræða eða ræða ekki, um tilgang eða tilgangsleysi bókmennta.
örsögur
Myndskreyttar íslenskar örsögur og smáprósar eftir Börk Sigurbjörnsson.
Sögurnar eru eins og nafnið bendir til stuttar smásögur, frá einni málsgrein til einnar blaðsíðu, og lýsa jafnan einu afmörkuðu augnabliki eða varpa ljósi á sérkennilega sögupersónu. Smáprósar Barkar eru myndskreyttir af höfundinum sjálfum. Auk íslensku þá skrifar Börkur örsögur á ensku og spænsku.
Úrval smáprósanna er að finna í örsagnasafninu 52 augnablik.
Stóra spurningin
Ungur maður iðar í skinninu eftir tækifæri til þess að bera upp stóru spurninguna.
Á hvorn veginn sem er
Tveir piparfuglar spjalla um daginn og veginn þar sem þeir baða sig í morgunsólinni.
Samfélagið og ég
Saklaus verslunarleiðangur endar í einræðu við öryggisvörð út af fáfengilegum misskilningi.
Tuttugu tuttugu
Taugatrekktur borgari hættir sér út á götu á meðan samkomubann er í gildi. Hvað gengur honum til?
Hvað nú?
Júlía og Beggi ræða framtíðina og líta hana ekki sömu augum.