Jasmína


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég vökvaði jasmínu plöntuna í svefnherberginu. Ég var fyllilega meðvitaður um að plantan var gersamlega skraufþurr og löngu dauð. Ég kunni samt ekki við að skilja hana eina eftir óvökvaða. Það var eitthvað innra með mér sem sagði mér að ég ætti ekki að gera upp á milli plantanna minna. Jafnvel þó sumar þeirra væru dauðar.

Urban Volcano er vefsíða án auglýsinga og stólar á bókasölu til þess að styða reksturinn. Ef þú hefur haft gaman að sögunum á vefnum, íhugaðu þá endilega að kaupa bók eftir höfundinn. Rafbækur og kiljur eru fáanlegar hjá Amazon (þar með talið Kindle) og Apple iBooks Store. Einnig má fylgja höfundinum á Goodreads.