Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Ég vökvaði jasmínu plöntuna í svefnherberginu. Ég var fyllilega meðvitaður um að plantan var gersamlega skraufþurr og löngu dauð. Ég kunni samt ekki við að skilja hana eina eftir óvökvaða. Það var eitthvað innra með mér sem sagði mér að ég ætti ekki að gera upp á milli plantanna minna. Jafnvel þó sumar þeirra væru dauðar.

Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Örsagan Jasmína er hluti af örgsagnasafninu 52 augnablik.