Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Tilgangsleysi

Tilgangsleysi — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

„Ég er alveg hættur að lesa bókmenntir,“ sagði vinnufélaginn þegar talið barst að lestri. „Ég meina. Þær eru svo tilgangslausar.“

Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að slengja fram þeirri skoðun minni að það væri einmitt tilgangsleysið sem gerði bókmenntir svo áhugaverðar og skemmtilegar. Á endanum ákvað ég að kinka bara kolli og brosa. Það var miklu skemmtilegra að rökræða við sjálfan mig í huganum heldur en að reyna að sá skapandi fræjum í ofurraunsæjan huga vinnufélagans.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/