Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Viktoría gekk upp að útidyrunum, andlega örmagna eftir langan og krefjandi dag á skrifstofunni. Hún tók upp strætókortið og bar það upp að skrárgatinu. Heilinn hennar var of þreyttur til þess að bregðast snöggt við en innst inni þá vissi hún að eitthvað var ekki eins og það átti að vera.