Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Klukkan fimm að morgni sit ég á stofugólfinu og nýt þess að hlusta á þögnina. Ég heyri einstaka bíl aka um annars auðar göturnar. Klukkan sex vakna fuglarnir og byrja að tísta. Upp úr sjö fer mannfólkið á fætur eitt af öðru og borgin fyllist af lífi. Klukkan átta sofna ég.

Andvaka — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Örsagan Andvaka er hluti af örsagnasafninu 52 augnablik.