Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Ég gekk að vaskinum til þess að þvo mér um hendurnar. Ég brosti kurteisilega til spegilmyndar mannsins sem stóð við næsta vask.

Köningsegg — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

„Eruð þið í bílaiðnaðinum?“ spurði maðurinn.

„Nei,“ svaraði ég hikandi því ég vissi ekki nákvæmlega hvað hann átti við með „þið“. Ég þekkti ekki alla sem voru við borðið okkar í klúbbnum en ég var nokkuð viss um að enginn þeirra var í bílaiðnaðinum.

„Hann lítur nefnilega alveg eins út og Köningsegg — þessi sköllótti,“ sagði maðurinn. „Og þú ert ansi líkur yfirverkfræðingi hans.“

„Því miður,“ sagði ég og þurrkaði hendurnar. „Þú ferð mannavillt.“

Við gengum saman til baka inn í borðsalinn og ég hugsaði með mér að það hafði verið ágætis tilbreyting að vera ruglað saman við einhvern annan en Jürgen Klopp.

Örsagan Köningsegg er hluti af örgsagnasafninu 52 augnablik.