Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Rissan

Rissan — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Fyrirlesturinn var svakalega leiðinlegur svo ég hafði ofan af fyrir mér með því að rissa. Ég naut þess að teikna alls konar mynstur, dýr, tré og fólk. Ég leit á sjálfan mig sem listamann jafnvel þótt ég hefði ekki lifibrauð af verkum mínum.

Heimurinn var hins vegar á öðru máli — fjandsamlegur í garð sköpunarverka minna. Þetta er ekki list, sagði hann. Þetta eru skemmdarverk, sagði heimurinn, eins og form mín væru móðgun við mannkynið.

„Sæll nú!“ hrópaði allt í einu maðurinn sem sat fyrir framan mig í ráðstefnusalnum. „Þú ert að krota á jakkann minn!“

Nákvæmlega það sem ég var að segja. Heimurinn hefur engan skilning á listsköpun.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/