Götusóparinn


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég mæti honum á hverjum morgni á leiðinni á lestarstöðina. Hann er alltaf á sama götuhorni, sópandi og mokandi upp föllnu laufi. Við bjóðum hvor öðrum góðan dag. Það er góð stund í miðju morgunamstrinu.