Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Heyrðu, sagði rakarinn þegar ég settist í stólinn hjá honum. Ég er búinn að vera rakari í 30 ár. Ég hef haft hár óteljandi áhugaverðra manneskja í höndum mínum. Ég hef heyrt allar sögur sem til eru undir sólinni. Ég hef fengið nóg. Ég hef engan áhuga á því að vita hver þú ert, hvaðan þú kemur eða hvað þú ætlir að gera um helgina. Ég ætla því bara að þegja og klippa á þér hárið. Skilið?

Rakarinn — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Örsagan Rakarinn er hluti af örsagnasafninu 52 augnablik.