Rakarinn


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Heyrðu, sagði rakarinn þegar ég settist í stólinn hjá honum. Ég er búinn að vera rakari í 30 ár. Ég hef haft hár óteljandi áhugaverðra manneskja í höndum mínum. Ég hef heyrt allar sögur sem til eru undir sólinni. Ég hef fengið nóg. Ég hef engan áhuga á því að vita hver þú ert, hvaðan þú kemur eða hvað þú ætlir að gera um helgina. Ég ætla því bara að þegja og klippa á þér hárið. Skilið?

Urban Volcano er vefsíða án auglýsinga og stólar á bókasölu til þess að styða reksturinn. Ef þú hefur haft gaman að sögunum á vefnum, íhugaðu þá endilega að kaupa bók eftir höfundinn. Rafbækur og kiljur eru fáanlegar hjá Amazon (þar með talið Kindle) og Apple iBooks Store. Einnig má fylgja höfundinum á Goodreads.