Friðarsafn


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég fylltist friðartilfinningu þegar ég gekk inn í aðal sýningarsal safnsins. Ég fann hvernig hægði á andadrættinum og hann varð dýpri. Ég veit ekki mikið um list eða listafólk. Ég kann ekki að greina á milli þessisma og hinnisma. Ég hef aldrei verið þekktur fyrir að vera mikill fagurkeri. Þrátt fyrir allt, þá er eitthvað við það að sækja listasöfn heim sem róar mig niður. Kannski eru það stóru tómu rýmin. Kannski er það kærulaus gangan. Kannski er það vegna þess að ég slekk á huganum og stari bara á listmunina án þess að dæma þá. Ég skil ekki hvers vegna ég verð fyrir þessum áhrifum. Það er bara svona. Og mér líkar það.

Urban Volcano er vefsíða án auglýsinga og stólar á bókasölu til þess að styða reksturinn. Ef þú hefur haft gaman að sögunum á vefnum, íhugaðu þá endilega að kaupa bók eftir höfundinn. Rafbækur og kiljur eru fáanlegar hjá Amazon (þar með talið Kindle) og Apple iBooks Store. Einnig má fylgja höfundinum á Goodreads.