Hákarlar


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég get ekki varist brosi þegar ég syndi framhjá stóra glugganum við dýpri enda laugarinnar. Ég hugsa til þess tíma þegar ég þorði varla að synda á þessum slóðum vegna hræðslu við að glugginn opnaðist og út synti flokkur mannætuhákarla.

Það krauma í mér blendnar tilfinningar þegar ég hugsa til þess hversu erfitt það var að vera ungur drengur með óhóflega frjótt ímyndunarafl — óttasleginn við eigin uppspuna.