Sagan


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég opnaði skrifblokkina og byrjaði að skrifa. Orðin stukku út úr pennanum eins og hópur bláklæddra fallhlífastökkvara úr hurðaropi flugvélar. Sagan flæddi áfram eins og stórfljót að vori. Mér leið vel. Ég naut þess að stelast yfir í heim skáldsögunnar. Ég naut þess að gleyma mér í heimi þar sem ég hafði fullkomna stjórn á söguþræðinum.