Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Ég ligg á bakinu með útbreidda arma. Það er hálfskýjað en þægilega heitt. Sjórinn undir mér og allt í kring er volgur en frískandi. Öldur hafsins lyfta mér upp og toga mig niður á víxl. Tíminn stendur í stað. Ég tæmi hugann. Það eina sem ég nem er það hvernig líkaminn færist upp og niður í takt við ölduganginn.

Öldur — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Örsagan Öldur er hluti af örgsagnasafninu 52 augnablik.