Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Ég hlustaði á skepnuna nálgast, sló handlegginn með flötum lófanum og skildi eftir mig blóðslettu á báðum líkamspörtum. Ég nældi mér í servíettu og þurrkaði upp rauðan dreyrann.

Blóðhefnd — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég er almennt séð mikill dýravinur, grænmetisæta og meðlimur í allnokkrum dýraverndunarsamtökum. Það er hins vegar eitthvað við það að drepa moskítóflugur sem veitir mér mikla ánægju. Ég kalla það blóðhefnd.

Örsagan Blóðhefnd er hluti af örsagnasafninu 52 augnablik.