Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Blóðhefnd

Blóðhefnd — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég hlustaði á skepnuna nálgast, sló handlegginn með flötum lófanum og skildi eftir mig blóðslettu á báðum líkamspörtum. Ég nældi mér í servíettu og þurrkaði upp rauðan dreyrann.

Ég er almennt séð mikill dýravinur, grænmetisæta og meðlimur í allnokkrum dýraverndunarsamtökum. Það er hins vegar eitthvað við það að drepa moskítóflugur sem veitir mér mikla ánægju. Ég kalla það blóðhefnd.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/