Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Hvað hugsa ég þegar ég hugsa um lífið?

Hvað hugsa ég þegar ég hugsa um lífið? — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég var í heimspekilegu skapi og ákvað að skrifa ritgerð með titlinum Hvað hugsa ég um þegar ég hugsa um lífið?

Ég byrjaði á því að takast á við stóru spurninguna. Hvers vegna erum við hér? Hvers vegna er ég hér? Hvers vegna sit ég hér í Austur London og sýp á koffínlausu karamellusojamjólkurkaffi?

Einmitt á því augnabliki gekk Stebbi framhjá borðinu mínu og ég missti andagiftina. Stebbi á geðveikt svalt retró úr fá níunda áratugnum sem þú getur notaði til þess að spila tölvuleiki. Ég bauð honum að setjast hjá mér. Mig langaði ógeðslega mikið til að spila.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/