Þægileg þögn


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Við sitjum þrjú saman í stofunni — ég og gestgjafar mínir — hvert í sínum heimi. Hún les dagblaðið. Hann spilar tölvuleik í spjaldtölvunni. Ég sit við skriftir. Þögnin er í forgrunni og lágur djass í bakgrunni. Öðru hvoru segir hún okkur fréttir úr blaðinu. Við hlustum, ræðum málið og snúum okkur svo aftur að eigin viðfangsefnum.