Skuldadagar


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég naut þess að bruna á hjólinu niður brekkuna. Sólin glampaði á enninu og vindurinn lék við lokkana sem gægðust undan hjálminum. Ég fékk léttan fiðring í magann vegna þess að hraðinn var á mörkum þess sem ég réð þægilega við.

Ég var í sjöunda himni þangað til mér varð hugsað til þess að á leiðinni heim þá þyrfti ég að borga fyrir stundargamanið með því hjóla til baka upp brekkuna.

Urban Volcano er vefsíða án auglýsinga og stólar á bókasölu til þess að styða reksturinn. Ef þú hefur haft gaman að sögunum á vefnum, íhugaðu þá endilega að kaupa bók eftir höfundinn. Rafbækur og kiljur eru fáanlegar hjá Amazon (þar með talið Kindle) og Apple iBooks Store. Einnig má fylgja höfundinum á Goodreads.