Skuldadagar


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég naut þess að bruna á hjólinu niður brekkuna. Sólin glampaði á enninu og vindurinn lék við lokkana sem gægðust undan hjálminum. Ég fékk léttan fiðring í magann vegna þess að hraðinn var á mörkum þess sem ég réð þægilega við.

Ég var í sjöunda himni þangað til mér varð hugsað til þess að á leiðinni heim þá þyrfti ég að borga fyrir stundargamanið með því hjóla til baka upp brekkuna.