Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Norbert Peterson ferðaðist hægt og rólega upp í mót frá neðanjarðalestarpallinum og hélt þéttingsfast um handrið rúllustigans. Hann var að fara í fyrsta sinn að líta á sinn fyrsta skýjakljúf fullkláraðan. KP-Orku Turninn, eða Norbert Peterson Turninn eins og vinnufélagar hans kölluðu hann. Þetta var byggingin sem gat umbreytt starfsframa Norberts frá því að vera arkitekt í að vera stjörnu-arkitekt.

Norbert Peterson Turninn — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Þegar hann kom upp á yfirborðið, lét Norbert augun hvarfla yfir hönnun sína frá jörðu til himins. Hann gekk yfir götuna til þess að fá betra sjónarhorn. Hann gekk afturábak niður götuna með augun límd á sköpunarverk sitt.

Norbert hristi hausinn. Þetta virkaði ekki. Þetta passaði ekki saman. Byggingin sem hafði litið svo vel út á pappírnum í stúdíóinu hafði ekki umbreyst vel yfir í mannvirki í fullri stærð.

Örsagan Norbert Peterson Turninn er hluti af örsagnasafninu 52 augnablik.