Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Norbert Peterson Turninn

Norbert Peterson Turninn — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Norbert Peterson ferðaðist hægt og rólega upp í mót frá neðanjarðalestarpallinum og hélt þéttingsfast um handrið rúllustigans. Hann var að fara í fyrsta sinn að líta á sinn fyrsta skýjakljúf fullkláraðan. KP-Orku Turninn, eða Norbert Peterson Turninn eins og vinnufélagar hans kölluðu hann. Þetta var byggingin sem gat umbreytt starfsframa Norberts frá því að vera arkitekt í að vera stjörnu-arkitekt.

Þegar hann kom upp á yfirborðið, lét Norbert augun hvarfla yfir hönnun sína frá jörðu til himins. Hann gekk yfir götuna til þess að fá betra sjónarhorn. Hann gekk afturábak niður götuna með augun límd á sköpunarverk sitt.

Norbert hristi hausinn. Þetta virkaði ekki. Þetta passaði ekki saman. Byggingin sem hafði litið svo vel út á pappírnum í stúdíóinu hafði ekki umbreyst vel yfir í mannvirki í fullri stærð.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/