Kollakink


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Við kaffivélina mætti ég manni. Við kinkuðum báðir kolli til þess að viðurkenna tilvist hvor annars. Við höfðum rekist hvor á annan reglulega undanfarna viku og alltaf heilsað með kollakinki.

Ég vissi að ég hafði talað við þennan mann á einhverjum tímapunkti, en ég gat ekki fyrir nokkurn mun rifjað upp hvar eða hvenær það hafði verið, né heldur hver maðurinn var.

Við þögðum vandræðalega á meðan kaffivélin dældi kaffi í bollann hans.

„Vertu sæll,“ sagði hann þegar bollinn var fullur.

„Blessaður,“ svaraði ég, setti bollann minn undir kranann og ýtti á espresso takkann.

Urban Volcano er vefsíða án auglýsinga og stólar á bókasölu til þess að styða reksturinn. Ef þú hefur haft gaman að sögunum á vefnum, íhugaðu þá endilega að kaupa bók eftir höfundinn. Rafbækur og kiljur eru fáanlegar hjá Amazon (þar með talið Kindle) og Apple iBooks Store. Einnig má fylgja höfundinum á Goodreads.