Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Nautabanabani

Nautabanabani — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Nautabani var stunginn til bana af nauti í smábæ á Norður Spáni í gær. Atvikið átti sér stað fyrir utan þorpskrána á aðaltorgi bæjarins rétt fyrir miðnætti að staðartíma. Nautabaninn var á heimleið eftir að hafa eytt kvöldinu á kránni, segjandi sögur af hetjudáðum sínum í hringnum, þegar nautið réðst á hann úr launsátri.

Nautið flúði af vettvangi en fannst síðar um nóttina á akri rétt utan við bæinn. Ekki er vitað hvort gerandinn og fórnarlambið hafi þekkst en grunur leikur á að nautið hafi verið að hefna náins ættingja.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/