Gangandi á móti straumi


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Eftir því sem ég hlustaði á fleiri fyrirlestra um það hvernig við getum bætt velferð í borgarumhverfinu, því sterkari tilfinningu hafði ég fyrir því að vera utangarðs í þessum heimi.

Á meðan heimurinn trúir á framtíð með sjálf-akandi bílum, þá dreymi ég um framtíð með sjálf-gangandi mannfólki. Á meðan heimurinn iðar í skinninu við tilhugsunina um að setja upp skynjara fyrir snjall-bílastæði, þá álít ég göngu sem snjöllustu bílastæðalausnina.

Þegar heimurinn byrjar að ræða um tækni sem bjargvætt mannkynsins þá fæ ég mér göngutúr í almenningsgarðinum.