Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

„Er það satt?“ spurðir þú er ég hafði sagt þér sögusögnina sem flogið hafði um matsalinn í kaffitímanum.

Ofurmenni — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

„Eftir því sem ég best veit,“ svaraði ég. „Ég get þó ekki verið hundrað prósent viss. Ég er nú bara mannlegur. Enginn sagnfræðingur.“

„Lítur þú sem sagt á sagnfræðinga sem ofurmannlegar verur?“

„Nei,“ svaraði ég. „Ég tók nú bara svona til orða.“

Örsagan Ofurmenni er hluti af örsagnasafninu 52 augnablik.