Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Hvernig hefurðu það? spyrð þú mjúkri röddu og fylgir spurningunni eftir með skilningsríku brosi.

Hvernig hefurðu það? — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Áður en þú spurðir þá hafði ég það gott. Ég var afslappaður. Ég naut þess að vera til. Ég hafði gleymt fjármálaerfiðleikunum mínum. Ég hafði gleymt tímapressunni. Ég hafði gleymt lögsókninni. Ég hafði það virkilega gott.

Fyrst þú spurðir, þá fer ég að hugsa og kvíðinn kemur aftur yfir mig af fullu afli.

Örsagan Hvernig hefurðu það? er hluti af örsagnasafninu 52 augnablik.