Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Hvernig hefurðu það?

Hvernig hefurðu það? — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Hvernig hefurðu það? spyrð þú mjúkri röddu og fylgir spurningunni eftir með skilningsríku brosi.

Áður en þú spurðir þá hafði ég það gott. Ég var afslappaður. Ég naut þess að vera til. Ég hafði gleymt fjármálaerfiðleikunum mínum. Ég hafði gleymt tímapressunni. Ég hafði gleymt lögsókninni. Ég hafði það virkilega gott.

Fyrst þú spurðir, þá fer ég að hugsa og kvíðinn kemur aftur yfir mig af fullu afli.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/