Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Ég átti í mestu vandræðum með að einbeita mér að lestri bókarinnar minnar því að ungur drengur handan gangsins talaði stanslaust.

Lestarsaga — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

„Pabbi,“ sagði drengurinn. „Eru allir í lestinni á leið til Lundúna?“

„Ég veit það ekki,“ svaraði pabbinn.

„Pabbi! Hvað er langt til Lundúna í lest?“

„Þrír tímar.“

„Pabbi! Ef einhver manneskja væri of fátæk til að borga lestarfarið og þyrfti að labba, hvað væri hún lengi á leiðinni?“

„Nokkra daga.“

„Pabbi! Og þegar hún kæmi loks á leiðarenda væri hún þá dauð?“

„Já,“ svaraði pabbinn. „Dauð-þreytt.“

Örsagan Lestarsaga er hluti af örsagnasafninu 52 augnablik.