Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Ástfanginn

Það er ekkert grín að vera ástfanginn. Eins og aðrir fangar er hann sviptur frelsinu og læstur inni. Ástfanginn er jafnan hugfanginn. Hann er læstur inni í sínum eigin huga. Ekkert rúm er fyrir aðrar hugsanir en þær er sem snúast um ástina því hugurinn er fullur af ástarorðum. Ástarorður eru veittar þeim sem elska heitt. Ástarorðum er nælt í barm ástfanginna þannig að nálin hitti beint í hjartastað. Hjartastaður er svosem enginn hjartans staður þeim er þar þarf að dúsa. Hans eina dúsa eru ástarorð sem hann tyggur í sífellu. Eins og aðrir fangar hefur ástfanginn einungis um eina leið að velja til að öðlast frelsi á ný. Hann verður að strjúka! Strjúka blítt um vanga sinnar heittelskuðu og tjá henni ást sína.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/