Vestur við deildarhring sjónar sest,
sólin brátt til viðar.
Á himininn ljúfur roði legst,
ljós sólar víkur til hliðar.
Uppi á himni máninn mettur,
mænir yfir vora jörð,
bláklæddur drengur í bólið settur,
biður fyrir nætur vörð.
Guðinn ósk hans verður við,
vakir yfir öllum,
engla hefur sér við hlið,
á himnanna háu pöllum.
Er í austri upp sækir sól,
og senn byrjar að skína,
bláklæddur drengur fer brátt á ról,
í bæn þakkar gæslu sína.