Nýjustu bækur (Síða 1 af 1)
Talaðu við ókunnuga -- Kápumynd: Ana Piñeyro

Talaðu við ókunnuga

Talaðu við ókunnuga er myndskreytt smásagnasafn þar sem sérhver saga segir frá samskiptum við hið ókunna, hvort sem um er að ræða ókunnuga úti á götu, framandi viðhorf eða innhverfar samræður okkar við hinn hulda hluta undirmeðvitundarinnar.

Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

52 augnablik

52 augnablik er örsagnasafn eftir Börk Sigurbjörnsson. Sögurnar lýsa augnabliki í hinu daglega lífi, svipta oft hulunni af sérkennilegum sögupersónum eða áhugaverðum atvikum.

Ljóðmyndir

Ljóðmyndir er ljóða- og litabók með örsögum inn á milli. Bókin var gefin út í takmörkuðu upplagi fyrir jólin 2016 og gefin vinum og vandamönnum.

999 Erlendis -- Kápuhönnun: Ana Piñeyro

999 Erlendis

Safn smásagna sem flestar eiga rætur sínar í raunveruleikanum og segja sögu Íslendings í útlöndum.