Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Afbókun

„Hvað svakalega ertu djúpt sokkin í lestur þessa dagana,“ sagðir þú við mig þar sem ég lá upp í sófa með jólabók í annarri, kakóbolla í hinni og bókastafla á stofuborðinu.

„Já, ég held að ég sé hreinlega búin að ánetjast orðum. Ég get barasta ekki hætt að lesa.“

„Þú verður nú að taka þig taki. Ég er hræddur við að þú lesir yfir þig.“

„Já,“ svaraði ég skömmustulega. „Í janúar fer ég beint í afbókun.“

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/