Afbókun


Börkur Sigurbjörnsson myndskreytti

„Hvað svakalega ertu djúpt sokkin í lestur þessa dagana,“ sagðir þú við mig þar sem ég lá upp í sófa með jólabók í annarri, kakóbolla í hinni og bókastafla á stofuborðinu.

„Já, ég held að ég sé hreinlega búin að ánetjast orðum. Ég get barasta ekki hætt að lesa.“

„Þú verður nú að taka þig taki. Ég er hræddur við að þú lesir yfir þig.“

„Já,“ svaraði ég skömmustulega. „Í janúar fer ég beint í afbókun.“

Urban Volcano er vefsíða án auglýsinga og stólar á bókasölu til þess að styða reksturinn. Ef þú hefur haft gaman að sögunum á vefnum, íhugaðu þá endilega að kaupa bók eftir höfundinn. Rafbækur og kiljur eru fáanlegar hjá Amazon (þar með talið Kindle) og Apple iBooks Store. Einnig má fylgja höfundinum á Goodreads.