Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Blóðbað

„Hvernig var sturtan?“ spurðir þú þegar ég kom út af baðherberginu og gekk inn í stofuna á orflofshúsinu fyrir ofan vinnustofu danska málarans í innsveitunum upp frá nyrðri hluta Gautaborgar skerjagarðsins.

„Góð,“ svaraði ég. „Þrýstingurinn var fínn. Vel kraftmikill. Hins vegar var lyktin undarleg. Svolítið málmkennd. Eins og blóð. Líklega hefur það eitthvað að gera með steinefnasamsetninguna í berggrunninum hér um slóðir.“

„Kraftmikið blóðbað,“ hrópaðir þú. „Það hljómar ekkert allt of heillandi.“

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/