Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

„Hvernig var sturtan?“ spurðir þú þegar ég kom út af baðherberginu og gekk inn í stofuna á orflofshúsinu fyrir ofan vinnustofu danska málarans í innsveitunum upp frá nyrðri hluta Gautaborgar skerjagarðsins.

„Góð,“ svaraði ég. „Þrýstingurinn var fínn. Vel kraftmikill. Hins vegar var lyktin undarleg. Svolítið málmkennd. Eins og blóð. Líklega hefur það eitthvað að gera með steinefnasamsetninguna í berggrunninum hér um slóðir.“

„Kraftmikið blóðbað,“ hrópaðir þú. „Það hljómar ekkert allt of heillandi.“