Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

20F

20F — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

„Gluggasæti,“ svaraði ég þegar flugvallarstarfsmaðurinn spurði mig hvort ég vildi sitja við glugga eða gang.

„Ég á 17A,“ sagði maðurinn. „Hvernig hljómar það?“

„Það gengur engan veginn,“ svaraði ég. „Ég get ekki verið í A-sæti. Ég get ekki horft yfir hafið þegar við komum inn til lendingar. Ég þarf fast land fyrir augum. Ég get ekki hugsað mér að lækka flugið ofan í hafið. Áttu ekkert F-sæti laust?“

„Jú,“ svaraði maðurinn. „20F er á lausu.“

„20F,“ apaði ég upp eftir manninum. „Það er 527 í sextánundarkerfinu. 17 sinnum 31. 17 sinnum 3 plús 1. 17 sinnum 4. 174. Sem er næstum eins og 17A. Nánast sama sæti og þú bauðst mér fyrst.“

„Ha?“ spurði flugvallarstarfsmaðurinn. „Gengur það ekki heldur?“

„Jú,“ svaraði ég. „Vertu ekki með þessa vitleysu. Auðvitað gengur það.“

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/