„Gluggasæti,“ svaraði ég þegar flugvallarstarfsmaðurinn spurði mig hvort ég vildi sitja við glugga eða gang.
„Ég á 17A,“ sagði maðurinn. „Hvernig hljómar það?“
„Það gengur engan veginn,“ svaraði ég. „Ég get ekki verið í A-sæti. Ég get ekki horft yfir hafið þegar við komum inn til lendingar. Ég þarf fast land fyrir augum. Ég get ekki hugsað mér að lækka flugið ofan í hafið. Áttu ekkert F-sæti laust?“
„Jú,“ svaraði maðurinn. „20F er á lausu.“
„20F,“ apaði ég upp eftir manninum. „Það er 527 í sextánundarkerfinu. 17 sinnum 31. 17 sinnum 3 plús 1. 17 sinnum 4. 174. Sem er næstum eins og 17A. Nánast sama sæti og þú bauðst mér fyrst.“
„Ha?“ spurði flugvallarstarfsmaðurinn. „Gengur það ekki heldur?“
„Jú,“ svaraði ég. „Vertu ekki með þessa vitleysu. Auðvitað gengur það.“