Ég fletti síðustu blaðsíðunni og lagði bókina frá mér. Ég hafði notið þess að lesa Blindu eftir José Saramago. Það var langt síðan ég hafði lifað mig jafn rækilega inn í söguþráð. Um áraraðir hafði ég ekki fundið til jafn mikillar samúðar með sögupersónunum. Ég var einn af þeim.
Ég leit í kringum mig í stofunni. Allt var hvítt — eins og hulið einsleitri rjómahvítri þoku. Ég veit ekki á hvaða blaðsíðu það gerðist, en það hafði gerst. Ég hafði sjálfur blindast.