Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Blinda

Blinda — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég fletti síðustu blaðsíðunni og lagði bókina frá mér. Ég hafði notið þess að lesa Blindu eftir José Saramago. Það var langt síðan ég hafði lifað mig jafn rækilega inn í söguþráð. Um áraraðir hafði ég ekki fundið til jafn mikillar samúðar með sögupersónunum. Ég var einn af þeim.

Ég leit í kringum mig í stofunni. Allt var hvítt — eins og hulið einsleitri rjómahvítri þoku. Ég veit ekki á hvaða blaðsíðu það gerðist, en það hafði gerst. Ég hafði sjálfur blindast.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/