Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Blóðbað

Blóðbað — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

„Hvernig var sturtan?“ spurðir þú þegar ég kom út af baðherberginu með handklæðið sveipað um mig miðjan og gekk yfir að rúminu sem stóð í horni stúdíóíbúðarinnar sem við höfðum fengið lyklavöldin að nokkrum stundum fyrr—rúmgóð ferðamanna íbúð fyrir ofan vinnustofu danska málarans í innsveitunum upp frá nyrðri hluta Gautaborgar skerjagarðsins. Ég leit yfir stofuna og í áttina til þín þar sem þú sast í hægindastól út við gluggann í hinum enda rýmisins, afslöppuð með teppi yfir öxlunum, opna bók í kjöltunni og horfðir út í skandínavíska haustið handan glersins.

„Góð,“ svaraði ég og hikaði eitt augnablik þar sem ég hugleiddi þá staðreynd að það sturtuferðin hafði verið undarleg á einhvern hátt—á einhvern hátt sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir þar til að þú spurðir mig út í það.

„Þrýstingurinn var fínn, að ég held,“ hélt ég áfram, hugsandi upphátt. „Réttara sagt var sturtan reglulega kraftmikill, þegar ég hugsa út í það. Hins vegar var lyktin af vatninu dálítið undarleg. Svolítið málmkennd. Eins og blóðlykt. Líklega hefur það eitthvað að gera með steinefnasamsetninguna í berggrunninum hér um slóðir.“

„Kraftmikið blóðbað?“ spurðir þú um leið og þú leist í áttina til mín. „Það hljómar skuggalegt. Svolítill nordic-noir andi yfir vötnum.“

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/