Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Ljóð

Gangur lífsins

Að ganga í gegnum lífið
er eins og að vera rifinn
upp úr rúminu um miðja nótt,
fluttur aftur í tímann,
inn í annað sólkerfi,
rifinn upp á eyrunum,
laminn í magann,
krúnurakaður,
og nefið fyllt af sílikoni,
án þess að ná að
nudda stýrurnar úr augunum.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/