Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Að ganga í gegnum lífið
er eins og að vera rifinn
upp úr rúminu um miðja nótt,
fluttur aftur í tímann,
inn í annað sólkerfi,
rifinn upp á eyrunum,
laminn í magann,
krúnurakaður,
og nefið fyllt af sílikoni,
án þess að ná að
nudda stýrurnar úr augunum.