Hvað nú?


Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Hvað nú, Beggi?

Veit ekki, Júlía mín. Veit bara að ég elska hana og vil eyða ævinni með HENNI.

Jesús, Beggi.

Hvað?

Hvað með tvíburana?

Hvað með tvíburana? Þau þekkja hana. Þau umgangast hana nú þegar og það er gagnkvæmur kærleiki. Ekkert mun breytast þar. Héðan í frá munu þau bara umgangast OKKUR.

Jesús Pétur. Er ekki allt í lagi með þig? Gagnkvæmur kærleiki? Ekkert mun breytast? Geturðu ekki séð að þetta er ekki það sama? Geturðu ekki ímyndað þér hvernig þetta muni hræra upp í höfði þeirra?

Róleg, Júlía. Ég tala við þau. Ég skýri út fyrir þeim allt um ástir fullorðna fólksins. Þau eru nú næstum tíu ára. Þau munu skilja.

Ónei, byrjaðu ekki með þínar hugmyndir um fullorðins ást. Tuttugu og tvö ár, í guðanna bænum. Það eru tuttugu og tvö ár á milli ykkar.

Og hvar er glæpurinn í því? Ást er ekki aldursspursmál. Ég elska hana. Virkilega. Reyndu ekki að segja mér að þú hafir ekki litið hýru auga til einhvers átján ára gutta í einum fyrirlestra þinna í háskólanum.

Nei Beggi, það hef ég ekki gert. Ég hef ekki litið nokkurn þeirra hýru auga. Og nei, það myndi ekki komast nálægt því að vera svipað. Ekki á nokkurn hátt.

Það er nú bara svo að sum okkar eru ekki eins íhaldssöm og þú. Sum okkar höfum opnari hug og erum frjálslyndari þegar ást og sambönd eru annars vegar.

Jesús Beggi. Sérðu ekki hversu fáránlegt þetta allt er?

Hvað?

Allt. Allt heila klabbið.

Nei, satt best að segja, þá geri ég það ekki. Frá mínu sjónarhorni er eini fáránleikinn fólginn í geðsýkilegum viðbrögðum þínum.

Í guðanna bænum Beggi, hvernig viðbrögðum bjóstu við? Hún er nú einu sinni mamma mín.