Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Líkaminn sem hrópaði

Líkaminn sem hrópaði — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Róbert fann fyrir verk í brjóstinu og andstyttu. Var það hjartað? Nei, verkurinn var hægra megin en hjartað vinstra megin. Eða skipti það kannski engu máli? Hann fann hjartað slá hraðar. Var þetta virkilega líkamlegur verkur eða andlegur? Kvíðakast? Voru þetta vöðvaverkir eða beinverkir? Eða eitthvað þess á milli?

Róbert dró andann djúpt, leit út um gluggann og festi augnaráðið á fjöllin í fjarska. Verkurinn leið hjá, andadrátturinn varð stöðugur og hjartað náði réttum takti.

Róbert vissi að það að hlusta á líkamann var mikilvægur hluti af fyrirbyggjandi heilsugæslu. Hann óskaði sér einungis að líkaminn gæti verið eilítið skýrari varðandi það sem hann vildi koma á framfæri.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/