Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Sjónarhorn

Sjónarhorn — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Elísabet leit upp frá bókinni. Hún var pirruð. Höfundurinn fór í hennar fínustu. Hún þoldi ekki hvernig hann notaði sérvalda tölfræði til þess að sanna fyrirbæri sem voru ekki það einföld. Hvað þá allar órökstuddu staðhæfingarnar eða endalausu uppnefnin á pólitískum andstæðingum.

Hún hefði fyrir löngu verið hætt að lesa bókina ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að verkið var byggt á góðri forsendu. Margar staðhæfinganna voru aðlaðandi, jafnvel þótt þeim væri slengt fram á ruddalegan hátt án almennilegs rökstuðnings. Höfundurinn var réttilega reiður en hefði getað gert vel með því að hemja skap sitt.

Áður en hún snéri sér aftur að lestrinum þá fékk Elísabet hugdettu. Hvernig væri að líta á bókina frá öðru sjónarhorni? Hún gæti einfaldlega notið sögunnar í sinni réttu mynd — það er að segja sem líflegrar frásagnar af reiðikasti miðaldra mans. Hún gæti lagt til hliðar væntingar sínar um vitræna röksemdafærslu og notið þeirrar tilfinningaþrungnu rússíbanasalíbunu sem höfundurinn hafði upp á að bjóða.

Elísabet hóf lesturinn að nýju, hló upphátt og naut bókarinnar sem aldrei fyrr.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/