Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Fýkur yfir fleti bláum
fleyta míns anda.
Streitist við í straumi gráum
stöku að landa.

Berst hún um í brotsjó stafsins
bragar dísin kná.
Fönguð er í faðmi hafsins
formið kann ei fá.

Sjóinn lægir sálna minna
slitna unnar bönd.
Ljóðsins skútu lukkast finna
lend’á bragar strönd.