Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Ljóð

Tækni-undinn

Tækni-undinn — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Öll heimsins stóru tækni undur,
ölva mig af skjá.
Fjörutíu skilaboð og næsti fundur,
fanga mína brá.

Nýjasta tilboð, verð að stökkva.
Ný vinabeiðni, má ei hrökkva.
Bakkafullt lækið, er að sökkva.
Nú er tími, til að slökkva.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/