Myndskreyttar smásögur, örsögur og ljóð eftir Börk Sigurbjörnsson.
Börkur Sigurbjörnsson er íslenskur rithöfundur. Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.
Fyrsta bók Barkar var smásagnasafnið 999 Erlendis (2012) og segir sögur af Íslendingum á erlendri grund. Örsagnasafnið 52 augnablik (2017) er afrakstur árslangs verkefnis þar sem höfundurinn birti myndskreytta örsögu í hverri viku. Smásagnasafnið Talaðu við ókunnuga (2019) frá samskiptum okkar við ókunnuga. Örsagnasafnið Meðal annars (2024) tekur á fjölbreyttum málefnum daglegs lífs og rýnir í þau undir innhverfu sjónarhorni.
Bækur Barkar fást sem rafbækur og kiljur í helstu vefverslunum, svo sem Amazon, Apple iBooks, Barnes and Noble, Kobo, og Storytel. Börkur skrifar og birtir sögur sínar samhliða á íslensku, ensku og spænsku.
Börkur er fæddur og uppalinn í Reykjavík en hefur undanfarna tvo áratugi flakkað um heiminn í eltingaleik við menntun, ást, atvinnu og ævintýri. Hann hefur dvalið til lengri tíma í Amsterdam, Barcelona, Burscheid, Düsseldorf, London, Montevideo og París. Börkur er fjölfræðingur og leitar innblásturs í sögur sínar í ýmsum hliðum mannlegrar tilveru. Skoðaðu nokkur af tíðum viðfangsefnum hans hér að neðan.
almenningsrými andvökunætur atómljóð barir & kaffihús bið bókmenntir draumar dýr ferskeytlur ferðalög flugvellir fræga fólkið fyrirlestrar og ráðstefnur götulíf hegðun og atferli jarðfræði kvíði kóngafólk leikir limrur list minningar mótmæli nágrannar náttúra náttúruöfl orðaleikir plöntur stjarnfræði sérkennilegar sögupersónur til og frá vinnu trú tækni og vísindi um skriftir veikindi og heilsa vinnustaðir yfirnáttúrulegar verur Æska Ísland
Fylgið höfundinum á Goodreads til þess að fá tilkynningar um verk hans um leið og þau koma út og einnig má styrkja útgáfuna á „kauptu mér kaffi“ o Patreon.