Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Lestarsaga

Lestarsaga — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég átti í mestu vandræðum með að einbeita mér að lestri bókarinnar minnar því að ungur drengur handan gangsins talaði stanslaust.

„Pabbi,“ sagði drengurinn. „Eru allir í lestinni á leið til Lundúna?“

„Ég veit það ekki,“ svaraði pabbinn.

„Pabbi! Hvað er langt til Lundúna í lest?“

„Þrír tímar.“

„Pabbi! Ef einhver manneskja væri of fátæk til að borga lestarfarið og þyrfti að labba, hvað væri hún lengi á leiðinni?“

„Nokkra daga.“

„Pabbi! Og þegar hún kæmi loks á leiðarenda væri hún þá dauð?“

„Já,“ svaraði pabbinn. „Dauð-þreytt.“

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/