Klukkan fimm að morgni sit ég á stofugólfinu og nýt þess að hlusta á þögnina. Ég heyri einstaka bíl aka um annars auðar göturnar. Klukkan sex vakna fuglarnir og byrja að tísta. Upp úr sjö fer mannfólkið á fætur eitt af öðru og borgin fyllist af lífi. Klukkan átta sofna ég.
Börkur Sigurbjörnsson
Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.