Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Gangandi á móti straumi

Gangandi á móti straumi — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Eftir því sem ég hlustaði á fleiri fyrirlestra um það hvernig við getum bætt velferð í borgarumhverfinu, því sterkari tilfinningu hafði ég fyrir því að vera utangarðs í þessum heimi.

Á meðan heimurinn trúir á framtíð með sjálf-akandi bílum, þá dreymi ég um framtíð með sjálf-gangandi mannfólki. Á meðan heimurinn iðar í skinninu við tilhugsunina um að setja upp skynjara fyrir snjall-bílastæði, þá álít ég göngu sem snjöllustu bílastæðalausnina.

Þegar heimurinn byrjar að ræða um tækni sem bjargvætt mannkynsins þá fæ ég mér göngutúr í almenningsgarðinum.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/