Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Skuldadagar

Skuldadagar — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég naut þess að bruna á hjólinu niður brekkuna. Sólin glampaði á enninu og vindurinn lék við lokkana sem gægðust undan hjálminum. Ég fékk léttan fiðring í magann vegna þess að hraðinn var á mörkum þess sem ég réð þægilega við.

Ég var í sjöunda himni þangað til mér varð hugsað til þess að á leiðinni heim þá þyrfti ég að borga fyrir stundargamanið með því hjóla til baka upp brekkuna.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/