Urban Volcano

Skáldskapur Barkar Sigurbjörnssonar

Örsögur

Hugsað fram á veginn

Hugsað fram á veginn — Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson
Myndskreyting Börkur Sigurbjörnsson

Ég lá í rúminu og hugsaði um það hvernig líf mitt hafði breyst eftir að ég gaf út örsagnasafnið mitt.

Það hafði slegið í gegn og selt milljón og eitt eintak. Ég notaði peningana til þess að láta gamlan draum rætast. Ég keypti gamalt hefðarsetur við Miðjarðarhafið þar sem ég varði dögunum í sjálfhverfa íhugun á ströndinni milli þess sem að ég sat á veröndinni með rauðvínsglas í annarri og penna í hinni.

Innst inni vissi ég að hugsanirnar voru ekkert nema óraunhæft bull og vitleysa. Samt sem áður leyfðu þær mér að líta bjartsýnn fram á veginn, drógu úr streitunni og hjálpuðu mér að sofna.

Börkur er áhugasamur sögumaður með næmt auga fyrir sérstökum sögupersónum, fyndnum samtölum og lifandi umhverfislýsingum. Skrif Barkar flokkast að mestu leyti undir raunsæisstefnu og sögurnar hans eru oftar en ekki byggðar á sönnum atvikum í lífi höfundarins. Þó sögurnar innihaldi fjölmörg sannleikskorn þá eru þau rækilega blönduð skáldskap sem vekur upp forvitni lesandans um það hvar mörkin liggi milli raunveruleika og skáldskapar.

https://www.borkur.net/